Í tilefni af því að í dag eru liðin 150 ár frá Öskjugosinu, sem hófst 28. mars 1875, efnir Félag íslenskra fræða, í samstarfi við Árnastofnun, til málþings um áhrif gossins á íslenskt þjóðfélag og menningu í fyrirlestrasal Eddu kl
Í tilefni af því að í dag eru liðin 150 ár frá Öskjugosinu, sem hófst 28. mars 1875, efnir Félag íslenskra fræða, í samstarfi við Árnastofnun, til málþings um áhrif gossins á íslenskt þjóðfélag og menningu í fyrirlestrasal Eddu kl. 15. Segir í tilkynningu að erindi flytji þau Elsa Guðný Björgvinsdóttir, Katelin Marit Parsons og Atli Antonsson og að á morgun, laugardaginn 29. mars, kl. 14-16 verði svo haldin fjölskyldusmiðja um ferðir Íslendinga til Vesturheims í kjölfarið á Öskjugosinu.