Dovile Sakaliene
Dovile Sakaliene
Varnarmálaráðherra Litáens, Dovile Sakaliene, sagði í gær að „allir möguleikar“ væru enn á borðinu varðandi örlög fjögurra bandarískra hermanna sem hurfu við heræfingar í landinu. Misvísandi fregnir hafa borist um hvort hermennirnir hafi …

Varnarmálaráðherra Litáens, Dovile Sakaliene, sagði í gær að „allir möguleikar“ væru enn á borðinu varðandi örlög fjögurra bandarískra hermanna sem hurfu við heræfingar í landinu.

Misvísandi fregnir hafa borist um hvort hermennirnir hafi fundist látnir eða ekki, en bifreið þeirra fannst á botni mýrar skammt frá landamærunum að Hvíta-Rússlandi. Sagði Sakaliene að hún gæti ekki staðfest að lík hermannanna hefðu verið í farartækinu, en það liggur nú á fimm metra dýpi.

Pólsk stjórnvöld hafa sent hermenn og kafara til þess að aðstoða við leitina.