Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Lovísu Ósk Gunnarsdóttur í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins frá og með 1. ágúst næstkomandi. Lovísa Ósk stundaði undirbúningsnám í dansi við Balletakademian í…
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, hefur skipað Lovísu Ósk Gunnarsdóttur í embætti listdansstjóra Íslenska dansflokksins frá og með 1. ágúst næstkomandi.
Lovísa Ósk stundaði undirbúningsnám í dansi við Balletakademian í Stokkhólmi í Svíþjóð og lauk atvinnudansaranámi þaðan árið 2002. Lovísa lauk meistaranámi í sviðslistum (MFA) við Listaháskóla Íslands árið 2020 og árið 2022 lauk hún MPM-gráðu í verkefnastjórnun við Háskólann í Reykjavík.