40 ára Eva María ólst upp í Kópavogi en býr í Reykjavík. Hún er með BA-próf í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og meistaragráðu í stjórnun frá Stockholm School of Economics. Eva María er sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni við Listaháskóla Íslands

40 ára Eva María ólst upp í Kópavogi en býr í Reykjavík. Hún er með BA-próf í fatahönnun frá Listaháskóla Íslands og meistaragráðu í stjórnun frá Stockholm School of Economics. Eva María er sviðsstjóri samfélags og sjálfbærni við Listaháskóla Íslands. Áhugamál Evu Maríu eru listir, hönnun og arkitektúr, gönguferðir um íslenska náttúru og samvera með vinum og fjölskyldu auk alls þess sem fylgir því að vera móðir með þrjú börn.


Fjölskylda Eiginmaður Evu Maríu er Trausti Stefánsson, f. 1985, verkfræðingur að mennt og stærðfræði­kennari í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Börn þeirra eru Saga Ísold, f. 2016, Hrafntinna, f. 2018, og Markús Jaki, f. 2025. Foreldrar Evu Maríu eru hjónin Árni Bragason, f. 1953, fv. landgræðslustjóri, og Anna Vilborg Einarsdóttir, f. 1954, fv. lektor við Háskólann á Hólum. Þau eru búsett í Kópavogi