Húsið var reist 1934.
Húsið var reist 1934.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Það hefur lengi þótt eftirsóknarvert að búa við Laufásveg í Reykjavík. Nú er funkishús sem reist var 1934 komið á sölu. Húsið er teiknað af Sigurði Guðmundssyni arkitekt og er 368 fm að stærð. Húsið er við Laufásveg 62

Það hefur lengi þótt eftirsóknarvert að búa við Laufásveg í Reykjavík. Nú er funkishús sem reist var 1934 komið á sölu. Húsið er teiknað af Sigurði Guðmundssyni arkitekt og er 368 fm að stærð. Húsið er við Laufásveg 62. Óskað er eftir tilboði í húsið.

Húsið stendur á góðum stað í Þingholtunum og er hönnun þess einkennandi fyrir arkitektúr þess tíma. Hugsað hefur verið um húsið en það er þó ekki búið að eyðileggja það með 2007-innréttingum eða öðru prjáli sem stenst illa tímans tönn.

Heimilið er heimilislegt en þar er að finna einstakt listaverkasafn, bækur, antíkmuni og aðra hluti sem segja sögu manneskju sem hefur átt áhugavert lífshlaup.

Í kringum húsið er stór og myndarlegur garður sem er vel gróinn og heillandi.

Hægt er að skoða húsið nánar á fasteignavef mbl.is.

Höf.: Marta María Winkel Jónasdóttir |