[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður hefur sett íbúð sína við Framnesveg á sölu. Íbúðin er eins og listaverk því húsmunum og öllu því sem Óttar hefur sankað að sér í gegnum tíðina er raðað upp á heillandi hátt

Óttar Guðnason kvikmyndatökumaður hefur sett íbúð sína við Framnesveg á sölu. Íbúðin er eins og listaverk því húsmunum og öllu því sem Óttar hefur sankað að sér í gegnum tíðina er raðað upp á heillandi hátt. Íbúðin er 109 fm að stærð og er í húsi sem reist var 2019. Um er að ræða efstu hæð og eru tvennar svalir sem fylgja íbúðinni. Mikið er lagt upp úr hljóðvist í íbúðinni en á gólfum er gegnheilt Chevron-parket, vandaðar flísar á votrýmum og litríkt teppi á stiganum sem er á milli hæða. Auk þess eru hljóðmottur frá Ebson í öllum loftunum.

Í eldhúsinu er gott skápapláss, eyja og Smeg-gaseldavél svo eitthvað sé nefnt.

Hægt er að skoða íbúðina nánar á fasteignavef mbl.is.