Tvöfaldur bílskúr fylgir húsinu og risastórt bílaplan.
Tvöfaldur bílskúr fylgir húsinu og risastórt bílaplan.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Aðalhæð hússins samanstendur af forstofu, rúmgóðri stofu, eldhúsi, þvottahúsi, borðstofu, þremur svefnherbergjum, gestasalerni, baðherbergi með sturtu/baðkari og bílskúr. Á neðri hæð, sem er með sérinngangi, er stofa, baðherbergi, svefnherbergi, herbergi sem er nýtt sem fataherbergi og geymsla

Aðalhæð hússins samanstendur af forstofu, rúmgóðri stofu, eldhúsi, þvottahúsi, borðstofu, þremur svefnherbergjum, gestasalerni, baðherbergi með sturtu/baðkari og bílskúr.

Á neðri hæð, sem er með sérinngangi, er stofa, baðherbergi, svefnherbergi, herbergi sem er nýtt sem fataherbergi og geymsla. Við hlið geymslunnar er stórt rými sem nýtt er sem tómstundarherbergi og út frá því er útgrafið pláss sem er nýtt sem geymsla.

Húsið er umkringt fallegum og vel grónum garði, þar sem er gróðurhús og heitur pottur með stillanlegri pergolu. Útisvæðið er flísalagt með grillskála og útiborði, sem gerir það að fullkomnu svæði til útiveru.

Hægt er að skoða húsið nánar á fasteignavef mbl.is.