Stórsigur Claudia Pina og Alexia Putellas fagna marki Barcelona.
Stórsigur Claudia Pina og Alexia Putellas fagna marki Barcelona. — AFP/Manaure Quintero
Þýsku Íslendingaliðin hafa lokið keppni í Meistaradeild kvenna í fótbolta. Bayern München, án Glódísar Perlu Viggósdóttur, féll út gegn Lyon frá Frakklandi í fyrrakvöld og í gærkvöld steinlá Wolfsburg fyrir Barcelona á Spáni, 6:1, og 10:2 samanlagt

Þýsku Íslendingaliðin hafa lokið keppni í Meistaradeild kvenna í fótbolta. Bayern München, án Glódísar Perlu Viggósdóttur, féll út gegn Lyon frá Frakklandi í fyrrakvöld og í gærkvöld steinlá Wolfsburg fyrir Barcelona á Spáni, 6:1, og 10:2 samanlagt. Sveindís Jane Jónsdóttir lék þar fyrstu 70 mínúturnar með Wolfsburg. Í undanúrslitum leikur Arsenal við Lyon og Barcelona mætir Chelsea sem sló út Manchester City í gærkvöld.