— Morgunblaðið/Þorgeir
Norðurlandið er í vetrarklæðum um þessar mundir. Þykkt snjólag liggur yfir öllu og þurfa ökumenn að sýna aðgát í hálkunni sem víða er varað við. Snjórinn kann oft að vekja kátínu í aðdraganda jóla en hrifning landsmanna fer oft að dala þegar…

Norðurlandið er í vetrarklæðum um þessar mundir. Þykkt snjólag liggur yfir öllu og þurfa ökumenn að sýna aðgát í hálkunni sem víða er varað við. Snjórinn kann oft að vekja kátínu í aðdraganda jóla en hrifning landsmanna fer oft að dala þegar hátíðarnar eru liðnar og það styttist í sumarið, sem sum ár virðist þó aldrei koma. Íslendingar eru þó öllu vanir þegar að veðri kemur, sérstaklega Norðlendingar.