Verðbólga Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,7%.
Verðbólga Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,7%. — Morgunblaðið/Eggert
Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% frá fyrri mánuði en án húsnæðis um 0,31% frá febrúar 2025. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,7% og reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,5%. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs því hækkað um 3,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,5%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,37% frá fyrri mánuði en án húsnæðis um 0,31% frá febrúar 2025. Verð á mat og drykkjarvörum hækkaði um 0,7% og reiknuð húsaleiga hækkaði um 0,5%.

Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs því hækkað um 3,8% og vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,5%. Kemur þetta fram í gögnum Hagstofunnar sem voru birt í gær.

Samkvæmt greiningu Landsbankans, Hagsjá, sem einnig var birt í gær, kemur fram að spá bankans er að vísitala neysluverðs hækki um 0,85% í apríl, 0,31% í maí og 0,50% í júní.

Gangi spá bankans eftir verður ársverðbólga 4,1% í apríl, 3,8% í maí og áfram 3,8% í júní. Í greiningu bankans kemur fram að hækkun á milli mánaða í apríl skýrist að mestu af áhrifum páskanna á flugfargjöld til útlanda.

Niðurstöður fyrir marsmánuð voru lægri en bankinn hafði gert ráð fyrir en munurinn skýrist að miklu leyti af því að janúarútsölurnar gengu ekki að fullu til baka. Nú gerir bankinn ráð fyrir meiri hækkun á fötum og skóm fyrir apríl en í fyrri spá. Hann gerir annars litlar sem engar breytingar á öðrum undirliðum. mj@mbl.is