Við Aðalstræti 10 á Akureyri stendur sögulegt 380 fm timburhús sem reist var 1902. Húsið gengur undir nafninu Berlínarhúsið á Akureyri en það voru bræðurnir Sigvaldi og Jóhannes Þorsteinssynir sem reistu það. Húsið er úr timbri en reist á steyptum grunni.
Húsið hefur verið gert upp og í því eru tvær íbúðir og er hægt að bæta við íbúð í kjallaranum.
Húsið státar af upprunalegu viðargólfi sem búið er að pússa upp. Innréttingar í eldhúsi eru nýlegar en eru í takt við byggingarstíl hússins og stinga því ekki í stúf. Gólflistar, vegglistar og ýmsir skrautlistar setja svip sinn á þetta sögufræga hús.
Hægt er að skoða húsið nánar á fasteignavef mbl.is.