Jónatan Ágúst Ásvaldsson fæddist 22. júní 1926. Hann lést 23. febrúar 2025.
Útför var 14. mars 2025.
Hljóðum skrefum
vegaslóð á enda geng.
Heyri síðustu tóna
dagsins fjara út.
Stíg inn í svala
huliðsslæðu örlaganna.
Svalt húmið blikar
í þögninni.
Strýkur vanga
blær hins óborna dags.
Valgarður Stefánsson.