Valskonur komast að því snemma í dag hvort þær leiki fyrri eða seinni úrslitaleik Evrópubikarsins í handknattleik á heimavelli sínum á Hlíðarenda. Þær mæta Porrino frá Spáni í úrslitaleik einvígisins en leikið verður helgarnar 10./11
Valskonur komast að því snemma í dag hvort þær leiki fyrri eða seinni úrslitaleik Evrópubikarsins í handknattleik á heimavelli sínum á Hlíðarenda. Þær mæta Porrino frá Spáni í úrslitaleik einvígisins en leikið verður helgarnar 10./11. og 17./18. maí. Í dag verður dregið um hvort liðið byrjar á heimavelli og þá um leið hvort þeirra fær seinni úrslitaleikinn á sinn heimavöll. Valskonur komust í úrslitin með stórsigri í seinni leiknum gegn Michalovce frá Slóvakíu í fyrradag.