Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, verður frá keppni næstu vikur eftir að hafa meiðst á kálfa í leik með Bilbao gegn Dijon í undanúrslitum Evrópubikarsins síðastliðið miðvikudagskvöld
Tryggvi Snær Hlinason, landsliðsmaður í körfubolta, verður frá keppni næstu vikur eftir að hafa meiðst á kálfa í leik með Bilbao gegn Dijon í undanúrslitum Evrópubikarsins síðastliðið miðvikudagskvöld. Tryggvi var ekki í leikmannahópnum í tapi Bilbao fyrir Real Madríd í spænsku deildinni á sunnudag. Jaume Ponsarnau þjálfari Bilbao sagði við fréttamenn fyrir leik að hann byggist við nokkurra vikna fjarveru Tryggva vegna meiðslanna.