Norður
♠ 3
♥ ÁD65
♦ G753
♣ 8652
Vestur
♠ ÁKDG82
♥ 7
♦ ÁKD82
♣ 3
Austur
♠ 105
♥ 109842
♦ 10964
♣ D10
Suður
♠ 9764
♥ KG3
♦ -
♣ ÁKG974
Suður spilar 6♣ dobluð.
Hér var í gær sýnt dæmi um vanmátt ása og kónga gagnvart skiptingu en spilið í dag úr frönsku deildakeppninni um helgina er enn öfgakenndara.
Við bæði borð opnaði suður á 1♣ og við annað borðið tóku NS ekki meiri þátt í sögnum. Vestur spilaði 4♠ og fékk 11 slagi. Við hitt borðið sátu Frakkinn Robert Reiplinger og Ítalinn Giorgio Duboin NS. Vestur byrjaði á að dobla, Reiplinger í norður sagði 1♥ og Duboin 2♣. Enn doblaði vestur, norður hækkaði í 3♣ og þau voru pössuð til vesturs sem stökk í 4♠. Reiplinger sá nú að spil NS féllu vel saman og sagði 5♣ þrátt fyrir að vera á hættu. Eftir tvö pöss sagði vestur 5♦ og norður og austur pössuðu.
Duboin vissi nú að félagi átti einhver háspil, líklega í hjarta, sennilega einspil í spaða og a.m.k. fjögur lauf. Hann sagði því 6♣ sem vestur doblaði en Duboin lagði fljótlega upp 12 slagi og græddi 18 impa.