Vegglistaverkið Litaveita vekur athygli margra sem fá sér göngutúr í útivistarparadísinni við Gróttu á Seltjarnarnesi. Verkið er eftir Þórdísi Erlu Zoëga og er undir áhrifum frá náttúrufegurðinni og hinu mikla sjónarspili sem himinninn býður upp á þar
Vegglistaverkið Litaveita vekur athygli margra sem fá sér göngutúr í útivistarparadísinni við Gróttu á Seltjarnarnesi. Verkið er eftir Þórdísi Erlu Zoëga og er undir áhrifum frá náttúrufegurðinni og hinu mikla sjónarspili sem himinninn býður upp á þar. Verkið breytist eftir birtu og veðráttu og geta vegfarendur speglað sig og náttúruna í tveimur hringjum á hitaveituhúsinu við Gróttu þar sem það er að finna.