Arsenal Bukayo Saka varð fyrir meiðslum í læri í desember.
Arsenal Bukayo Saka varð fyrir meiðslum í læri í desember. — Ljósmynd/Alex Nicodim
Enski knattspyrnumaðurinn Bukayo Saka er tilbúinn í slaginn með Arsenal á ný eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla í læri. Mikel Arteta knattspyrnu­stjóri félagsins greindi frá því í gær að Saka gæti spilað í kvöld þegar Arsenal mætir Fulham í 30

Enski knattspyrnumaðurinn Bukayo Saka er tilbúinn í slaginn með Arsenal á ný eftir þriggja mánaða fjarveru vegna meiðsla í læri. Mikel Arteta knattspyrnu­stjóri félagsins greindi frá því í gær að Saka gæti spilað í kvöld þegar Arsenal mætir Fulham í 30. umferð ensku úrvalsdeildarinnar. Hann hefur samtals misst af 21 leik liðsins í öllum mótum og á þeim tíma hefur Arsenal dregist aftur úr Liverpool í baráttunni um enska meistaratitilinn.