Daði Már Kristófersson
Daði Már Kristófersson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Mjög virðist skorta upp á að ríkisstjórnin hafi viðhaft nægilegt samráð við áform um verulegar breytingar á stjórn fiskveiða. Hugsanlega ætti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra að leita ráða hjá Daða Má Kristóferssyni, dósent í…

Mjög virðist skorta upp á að ríkisstjórnin hafi viðhaft nægilegt samráð við áform um verulegar breytingar á stjórn fiskveiða. Hugsanlega ætti Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra að leita ráða hjá Daða Má Kristóferssyni, dósent í auðlindahagfræði, sem rætt var við í sjómannablaðinu Ægi vorið 2011.

Sá sagði m.a.: „Við erum að sjá verulegan arð skapast af starfi fyrirtækja í sjávarútvegi, til dæmis með sölu á verðmætum ferskum afurðum, og allt þetta byggist á fjölbreytni fyrirtækjaflórunnar og þeim stöðugleika sem kvótakerfið skapar […]

Ef við berum þetta saman við stöðu Norðmanna þá er þar talsvert annað upp á teningnum. […] Þeir sópa aflanum enn upp á vertíð því skilaboð frá viðskiptavinum um hluti eins og afhendingartíma, gæði og vöruform skila sér ekki frá viðskiptavinum til útgerðanna eða að útgerðirnar geta ekki brugðist við skilaboðum vegna kerfisins.

Þarna er verið að sóa miklum auði vegna þess að Norðmenn hafa ekki viljað leyfa einstaklingsframtakinu að blómstra og skapa arð. Ég vara stórlega við því að við þyngjum regluverkið og fetum okkur inn á þessa norsku leið með tilheyrandi sóun á verðmætunum sem auðlindin getur skapað. Það ættum við síðast af öllu að gera.“ – Svo var það hið fyrsta!