Fjölnir og Ármann unnu bæði sterka útisigra í öðrum leikjum sínum í átta liða úrslitum umspils 1. deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Fjölnir vann Þór á Akureyri, 109:104, og Ármann vann Selfoss 110:91 fyrir austan fjall
Fjölnir og Ármann unnu bæði sterka útisigra í öðrum leikjum sínum í átta liða úrslitum umspils 1. deildar karla í körfuknattleik í gærkvöldi. Fjölnir vann Þór á Akureyri, 109:104, og Ármann vann Selfoss 110:91 fyrir austan fjall.
Bæði lið eru því komin í 2:0 í einvígjum sínum og þurfa einn sigur til viðbótar til þess að komast í undanúrslit umspilsins um laust sæti í úrvalsdeild. Þriðju leikir einvígjanna fara fram á heimavöllum Fjölnis og Ármanns á föstudagskvöld.