Þýski knattspyrnumaðurinn Thomas Müller yfirgefur þýska stórveldið Bayern München þegar samningur hans rennur út í sumar. Þýski miðillinn Bild greindi frá í gær. Müller, sem er 35 ára gamall, er uppalinn hjá félaginu og hefur leikið með því allan sinn feril
Þýski knattspyrnumaðurinn Thomas Müller yfirgefur þýska stórveldið Bayern München þegar samningur hans rennur út í sumar. Þýski miðillinn Bild greindi frá í gær. Müller, sem er 35 ára gamall, er uppalinn hjá félaginu og hefur leikið með því allan sinn feril. Hann er leikjahæstur í sögu félagsins með 741 leik. Sepp Maier er næstur á eftir honum með 709 leiki. Müller hefur verið orðaður við félög í bandarísku MLS-deildinni.