Ef mér býður e-ð í grun þá grunar mig e-ð. „Þótt ríkisstjórnin lofi að hækka ekki skatta býður mér í grun að hún muni svíkja það.“ Leiki mér hinsvegar forvitni á e-u langar mig til að vita það, mér þætti gaman að vita…
Ef mér býður e-ð í grun þá grunar mig e-ð. „Þótt ríkisstjórnin lofi að hækka ekki skatta býður mér í grun að hún muni svíkja það.“ Leiki mér hinsvegar forvitni á e-u langar mig til að vita það, mér þætti gaman að vita það. „Mér leikur forvitni á því hvort ríkisstjórnin ætlar að hækka eða lækka skatta.“ Sitt er af hvoru tagi.