Frá rústabjörgun í Mjanmar.
Frá rústabjörgun í Mjanmar.
Rauði krossinn og Unicef á Íslandi hófu um helgina neyðarsöfnun fyrir þolendur jarðskjálftanna í Mjanmar, þar sem talið er að hátt í tvö þúsund manns hafi farist og þúsundir særst, þar á meðal mörg börn

Rauði krossinn og Unicef á Íslandi hófu um helgina neyðarsöfnun fyrir þolendur jarðskjálftanna í Mjanmar, þar sem talið er að hátt í tvö þúsund manns hafi farist og þúsundir særst, þar á meðal mörg börn.

Óttast er að tala látinna muni hækka. Heimili, skólar, sjúkrahús og mikilvægir innviðir hafa orðið fyrir miklum skemmdum. Skriðuföll og hrunin vegakerfi hafa valdið rafmagns- og fjarskiptaleysi í mörgum byggðum.

Safnanir Unicef og Rauða krossins fara fram á vefsíðum samtakanna, unicef.is og raudikrossinn.is.