Þrjár sýningar verða opnaðar í dag, þriðjudaginn 1. apríl, klukkan 18 í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi, í tengslum við HönnunarMars 2025. Segir í tilkynningu að um sé að ræða sýningar vöruhönnuðanna Þórunnar Árnadóttur og Brynjars Sigurðarsonar og myndlistarmannsins Unndórs Egils Jónssonar
Þrjár sýningar verða opnaðar í dag, þriðjudaginn 1. apríl, klukkan 18 í Hönnunarsafni Íslands, Garðatorgi, í tengslum við HönnunarMars 2025.
Segir í tilkynningu að um sé að ræða sýningar vöruhönnuðanna Þórunnar Árnadóttur og Brynjars Sigurðarsonar og myndlistarmannsins Unndórs Egils Jónssonar. Frítt er inn á safnið meðan á HönnunarMars stendur eða dagana 1. til 6. apríl. Þá er safnið opið alla daga frá 12-17 nema mánudaga.