Tilskipun Evrópusambandsins um endurmenntun atvinnubílstjóra, sem kveður á um að bílstjórar þurfi á fimm ára fresti að setjast á skólabekk sér til endurmenntunar, er dæmi um gullhúðun Evróputilskipunar að mati Þorgríms Sigmundssonar þingmanns Miðflokksins og segir hann gullið ekki hafa verið sparað

Tilskipun Evrópusambandsins um endurmenntun atvinnubílstjóra, sem kveður á um að bílstjórar þurfi á fimm ára fresti að setjast á skólabekk sér til endurmenntunar, er dæmi um gullhúðun Evróputilskipunar að mati Þorgríms Sigmundssonar þingmanns Miðflokksins og segir hann gullið ekki hafa verið sparað.

„Hér var tilskipunin innleidd eins og hún kom af kúnni, jafnvel þótt yfir 99% okkar atvinnubílstjóra keyri allan sinn starfsferil innan sama regluverksins og fari aldrei á milli landa,“ segir Þorgrímur í samtali við Morgunblaðið.

Hann er með þingmál í smíðum sem ætlað er að breyta lögum sem kveða á um þetta, eðlilegast sé að fella ákvæðið á brott.

Þorgrímur segist hóflega bjartsýnn á að „þeir stjórnlyndu flokkar sem nú eru í meirihluta á Alþingi taki því fagnandi“. » 4