Landssöfnun Lions, Rauðu fjöðrinni, var ýtt úr vör í gær þegar Höllu Tómasdóttur forseta Íslands var afhent fyrsta fjöðrin. Það gerði Geirþrúður Fanney Bogadóttir sem er fjölumdæmisstjóri Lions á Íslandi.
„Þau sem kaupa Rauðu fjöðrina gefa von og þannig safna landsmenn fjöðrum í vængi vonarinnar ungu fólk til heillar og bættrar geðheilsu,“ sagði Geirþrúður þegar hún afhenti forseta fjöðrina góðu og kynnti málefni dagsins.
Að þessu sinni er Rauða fjöðrin seld til að fjármagna fræðslu- og forvarnarverkefni Píeta-samtakanna. Á vegum þeirra verður nemendum í öllum framhaldsskólum landsins boðið til fræðslu og samtals um mikilvægi geðheilbrigðis. Má í því sambandi nefna að Píeta vinna að forvörnum gegn sjálfsvígum.
Sala á Rauðu fjöðrinni verður á landsvísu og hefst á fimmtudag, 3. apríl, og stendur fram á helgina. sbs@mbl.is