Boðið verður upp á óperuveislu með Ólafi Kjartani Sigurðarsyni og gestum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, fimmtudaginn 3. apríl, og annað kvöld, föstudaginn 4. apríl, kl. 19.30. Segir í tilkynningu að um sé að ræða óperugala af bestu gerð þar sem…

Boðið verður upp á óperuveislu með Ólafi Kjartani Sigurðarsyni og gestum í Eldborgarsal Hörpu í kvöld, fimmtudaginn 3. apríl, og annað kvöld, föstudaginn 4. apríl, kl. 19.30. Segir í tilkynningu að um sé að ræða óperugala af bestu gerð þar sem söngvararnir Kristín Anna Guðmundsdóttir, Gunnar Björn Jónsson og Kristín Sveinsdóttir bregði sér í hin ýmsu hlutverk og syngi með Ólafi og Sinfóníuhljómsveit Íslands. Um hljómsveitarstjórn sér Bjarni Frímann Bjarnason.