Norður
♠ 105
♥ G105
♦ Á73
♣ ÁD1076
Vestur
♠ KG7643
♥ 5
♦ D8
♣ G954
Austur
♠ Á9
♥ K74
♦ G1052
♣ K832
Suður
♠ D82
♥ ÁD9832
♦ K964
♣ –
Suður spilar 4♥.
Það leynast oft tækifæri í sókn og vörn sem eru ekki augljós við fyrstu sýn.
Eftir opnun vesturs á 2♠ varð suður sagnhafi í 4♥. Vestur spilaði út spaða á ás austurs sem spilaði meiri spaða. Vestur drap drottningu suðurs með kóng og spilaði ♠G. Fyrstu viðbrögð eru að trompa með ♥G í borði en sú spilaleið er vonlaus nema vestur eigi ♥K stakan. Eigi vestur ♥K valdaðan verður sagnhafi að gefa á hann og tígulslag að auki. Eigi austur ♥K getur hann yfirtrompað og spilað tígli og sagnhafi verður að gefa tígulslag.
Betri leið er að henda tígli í borði í þriðja spaðann. Sagnhafi áformar að fara inn í borð á ♦Á, svína tvisvar fyrir ♥K og trompa tígul í borði og henda síðasta tíglinum niður í ♣Á. Spilið gæti vissulega enn tapast ef austur á þrjá tígla og þrjú hjörtu og hendir tígli í þriðja spaðann eins og blindur.