Dagmál Sveitarstjórnarfólkið Íris Róbertsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon.
Dagmál Sveitarstjórnarfólkið Íris Róbertsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon.
Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að við gerð stjórnarfrumvarps um tvöföldun veiðigjalda hafi ríkisstjórnin vanrækt samráð við aðra hagsmunaaðila en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem þó hafi verið endasleppt

Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri Vestmannaeyja segir að við gerð stjórnarfrumvarps um tvöföldun veiðigjalda hafi ríkisstjórnin vanrækt samráð við aðra hagsmunaaðila en Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), sem þó hafi verið endasleppt.

Verra sé þó að engin leið sé að glöggva sig á áhrifum og afleiðingum þessara fyrirætlana. Ráðherra hafi ekki látið taka til nein gögn eða greiningar um þá miklu breytingu sem tvöföldun veiðigjalda óhjákvæmilega sé fyrir sjávarútvegssveitarfélög, en veiðigjöldin séu landsbyggðarskattur, hvað sem hver segi.

„Við fáum 9-10 daga til þess að melta þetta, við höfum ekkert heyrt um þetta, ekkert samráð verið haft, og við eigum að meta hvaða áhrif þetta hefur á okkar samfélög,“ segir Íris.