Hrollvekjandi Þættirnir Adolescence á Netflix hafa vakið óhug og umtal.
Hrollvekjandi Þættirnir Adolescence á Netflix hafa vakið óhug og umtal.
Til stendur að sýna sjónvarpsþáttaröðina Adolescence í öllum grunnskólum Bretlands. Frá þessu er greint í sameiginlegri yfirlýsingu skrifstofu forsætisráðherrans, Keiths Starmer, og streymisveitunnar Netflix, sem framleiddi þættina, og á vef fréttastofunnar AP

Til stendur að sýna sjónvarpsþáttaröðina Adolescence í öllum grunnskólum Bretlands. Frá þessu er greint í sameiginlegri yfirlýsingu skrifstofu forsætisráðherrans, Keiths Starmer, og streymisveitunnar Netflix, sem framleiddi þættina, og á vef fréttastofunnar AP. Þættirnir hafa vakið mikla athygli í Bretlandi og víðar og vakið umræður um hvernig vernda megi börn fyrir ofbeldisfullu efni á netinu sem beint sé gegn konum.

Starmer bauð hópi kvikmyndagerðarmanna, sem að gerð þáttanna komu, á skrifstofu sína við Downingstræti 10 og ræddi við þá um barnavernd. Sagði í tilkynningu frá skrifstofu ráðherrans að hann styddi þá ákvörðun Netflix að sýna þættina nemendum á táningsaldri að kostnaðarlausu í skólum landsins. Með þeim hætti væri hægt að ná til fleiri ungmenna í landinu. Í þáttunum segir af ungum pilti sem verður skólasystur sinni að bana en þau eru bæði 13 ára. Hafa þættirnir vakið mikla athygli og varpað ljósi á skaðleg áhrif samfélagsmiðla.