Birkir Blær, sem margir muna eftir úr Söngkeppni framhaldsskólanna og Sænsku Idol-keppninni, var í beinni frá Svíþjóð í Ísland vaknar í gær þar sem hann fór um víðan völl í spjalli við Bolla Má og Þór Bæring
Birkir Blær, sem margir muna eftir úr Söngkeppni framhaldsskólanna og Sænsku Idol-keppninni, var í beinni frá Svíþjóð í Ísland vaknar í gær þar sem hann fór um víðan völl í spjalli við Bolla Má og Þór Bæring. Hann er búsettur þar í landi og lifir á tónlistinni eftir að hann vann sænsku Idol-keppnina 2021.
„Þeir tóku mjög vel á móti mér, þrátt fyrir að ég talaði ekki einu sinni sænsku – en þeir leyfðu mér samt að vinna,“ sagði hann kíminn. Birkir er með milljónir spilana á Spotify og segist loksins orðinn reiprennandi í sænsku.
Nánar á K100.is