Fáni ESB Evrópusambandið er laskað og lakur kostur.
Fáni ESB Evrópusambandið er laskað og lakur kostur. — Morgunblaðið/Ómar
Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið og kunngjört að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu skuli fara fram ekki síðar en árið 2027. Þetta er óheillaskref, því til Evrópusambandsins höfum við fátt að sækja

Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið og kunngjört að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að Evrópusambandinu skuli fara fram ekki síðar en árið 2027.

Þetta er óheillaskref, því til Evrópusambandsins höfum við fátt að sækja. Efnahagsástandið í ríkjum ESB er ekkert sérlega gott og horfurnar til framtíðar litið virðast síst gefa tilefni til að breyting verði þar á.

Aðild að Evrópusambandinu hefur verið mikið áhugamál utanríkisráðherra, formanns Viðreisnar, en hún hefur undanfarin misseri vart tekið til máls öðruvísi en að tala um nauðsyn aðildar. Íslands að Evrópusambandinu.

Ef svo færi að við gengjum í Evrópusambandið myndum við að öllum líkindum missa yfirráðin yfir auðugum fiskimiðum okkar, sem verið hefur helsta auðlind þjóðarinnar um langt skeið.

Við þyrftum að kasta krónunni, sem býr yfir sveigjanleika sem er nauðsynlegur efnahagslífi okkar Íslendinga. Evran býr ekki yfir þessum sveigjanleika.

Í Evrópusambandið höfum við hreinlega ekkert að gera.

Sigurður Guðjón Haraldsson