Banaslys í umferðinni í ár eru orðin sex talsins, eftir að karlmaður lést á Reykjanesbraut sl. þriðjudag. Ekið var á manninn, sem var fótgangandi, skammt frá gatnamótunum við Breiðholtsbraut í Mjódd
Banaslys í umferðinni í ár eru orðin sex talsins, eftir að karlmaður lést á Reykjanesbraut sl. þriðjudag. Ekið var á manninn, sem var fótgangandi, skammt frá gatnamótunum við Breiðholtsbraut í Mjódd. Hann var fluttur á slysadeild og úrskurðaður látinn eftir komuna þangað. Að morgni þriðjudags fór starfsmaður Fjölprents að skiltinu í Svínahrauni til að koma upp tölunni 5, eftir banaslysið á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum sl. mánudag. Í gær var sami starfsmaður aftur kominn til að festa töluna 6 á skiltið. » 2