Wisconsin Brad Schimel ávarpar fylgjendur sína á kjördag.
Wisconsin Brad Schimel ávarpar fylgjendur sína á kjördag. — AFP/Mustafa Hussain
Susan Crawford hafði betur gegn Brad Schimel í kosningum um sæti í hæstarétti Wisconsin-ríkis í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kosningarnar hafa vakið óvenjumikla athygli en venjulega fá kosningar um dómarasæti í einstaka ríkjum Bandaríkjanna litla athygli í fjölmiðlum á landsvísu, hvað þá heimsvísu

Susan Crawford hafði betur gegn Brad Schimel í kosningum um sæti í hæstarétti Wisconsin-ríkis í Bandaríkjunum á þriðjudag. Kosningarnar hafa vakið óvenjumikla athygli en venjulega fá kosningar um dómarasæti í einstaka ríkjum Bandaríkjanna litla athygli í fjölmiðlum á landsvísu, hvað þá heimsvísu.

Dómararnir eru ekki formlegir fulltrúar flokkanna, en Crawford nýtur þó stuðnings Demókrata og Schimel Repúblikana. Elon Musk, auðjöfur og einn helsti ráðgjafi Donalds Trumps Bandaríkjaforseta um þessar mundir, lagði Schimel lið í kosningabaráttunni. Gaf hann tveimur kjósendum hans eina milljón bandaríkjadala og 100 dali til allra þeirra sem skrifuðu undir áskorun til dómstólanna í Wisconsin. Heildarfjárútlát Musks til kosninganna eru á reiki, en fréttaveitan AFP segir Schimel og félaga hans í kosningabaráttunni hafa eytt meira en 53,3 milljónum. Brennan Center for Justice segir kosningabaráttuna um dómarasætið þá dýrustu í sögu bandarískra dómstóla.