Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, er tilbúinn að vera áfram hjá þýska liðinu Erlangen þótt liðið falli niður í B-deildina. Þetta sagði hann í samtali við Bild en Viggó gekk í raðir félagsins frá Leipzig í lok síðasta árs
Viggó Kristjánsson, landsliðsmaður í handknattleik, er tilbúinn að vera áfram hjá þýska liðinu Erlangen þótt liðið falli niður í B-deildina. Þetta sagði hann í samtali við Bild en Viggó gekk í raðir félagsins frá Leipzig í lok síðasta árs. Erlangen greiddi 45 milljónir króna og samdi hann til sumarsins 2027. Erlangen er í næstneðsta sæti deildarinnar með átta stig, tveimur stigum frá öruggu sæti en neðstu tvö liðin falla.