Af jörðu Eitt af landslagsverkum Hjörleifs.
Af jörðu Eitt af landslagsverkum Hjörleifs.
Hjörleifur Halldórsson opnaði á dögunum sýningu sína Af jörðu í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, sem er hugleiðing um hverfulleika, minningar og hið óhjákvæmilega ferðalag aftur til náttúrunnar, að því er segir í tilkynningu

Hjörleifur Halldórsson opnaði á dögunum sýningu sína Af jörðu í Grafíksalnum, Hafnarhúsinu, sem er hugleiðing um hverfulleika, minningar og hið óhjákvæmilega ferðalag aftur til náttúrunnar, að því er segir í tilkynningu. Þá samanstendur sýningin af 16 málverkum, andlitsmyndum sem og landslagsverkum. „Umbreytingar tilverunnar birtast í blöndu af náttúrulitum við eldfjallaösku; tákn um eyðingu og endurnýtingu. Vikur frá sprengigosi úr Heklu og nýmyndað hraun við Grindavík mynda jarðbundna tengingu við hringrás náttúrunnar, frá fæðingu til dauðadags.“ Af jörðu er fyrsta sýning Hjörleifs á Íslandi en hann hefur þegar haldið 11 sýningar víðs vegar um Pólland. Opið verður alla daga frá kl. 11-18 en lokadagur sýningarinnar er sunnudaginn 13. apríl en þann dag verður einnig boðið upp á listamannsspjall klukkan 16.