Víkingum var spáð Íslandsmeistaratitli karla í knattspyrnu á kynningarfundi Bestu deildarinnar í hádeginu í gær, í árlegu kjöri fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Breiðablik varð í öðru sæti, Valur í þriðja, KR í fjórða,…
Víkingum var spáð Íslandsmeistaratitli karla í knattspyrnu á kynningarfundi Bestu deildarinnar í hádeginu í gær, í árlegu kjöri fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í deildinni. Breiðablik varð í öðru sæti, Valur í þriðja, KR í fjórða, Stjarnan í fimmta, ÍA í sjötta, FH í sjöunda, KA í áttunda, Fram í níunda, Afturelding í tíunda, Vestri í ellefta og ÍBV í tólfta og neðsta sæti. Samkvæmt spánni myndu Vestri og ÍBV falla niður í 1. deild.