Meiðsli Stefán Árni Geirsson meiddist illa á ökkla á dögunum.
Meiðsli Stefán Árni Geirsson meiddist illa á ökkla á dögunum. — Morgunblaðið/Hákon
Knattspyrnumaðurinn Stefán Árni Geirsson leikur væntanlega ekkert með KR á komandi tímabili eftir að hafa ökklabrotnað og farið úr lið í leik gegn Víkingi á dögunum. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær en…

Knattspyrnumaðurinn Stefán Árni Geirsson leikur væntanlega ekkert með KR á komandi tímabili eftir að hafa ökklabrotnað og farið úr lið í leik gegn Víkingi á dögunum. Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari KR staðfesti þetta við Morgunblaðið í gær en Stefán fór í aðgerð sem Óskar sagði hafa tekist vel en ekki væri gert ráð fyrir því að hann kæmi aftur á þessu tímabili. Stefán er 24 ára og hefur leikið 70 leiki með KR-ingum í efstu deild.