Í greininni „5,5 milljónir á mann árlega“ sem birtist í ViðskiptaMogganum í gær, miðvikudaginn 2. apríl, var því ranglega haldið fram að kostnaður við borgarlínuna gæti orðið 300 milljarðar króna. Hið rétta er að kostnaður við allan samgöngusáttmála …
Í greininni „5,5 milljónir á mann árlega“ sem birtist í ViðskiptaMogganum í gær, miðvikudaginn 2. apríl, var því ranglega haldið fram að kostnaður við borgarlínuna gæti orðið 300 milljarðar króna.
Hið rétta er að kostnaður við allan samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins stefnir í þá upphæð og rúmlega það, en þar af er hlutur borgarlínunnar nú áætlaður rösklega 130 milljarðar króna. Árið 2021 var áætlað að kostnaður við borgarlínu yrði nærri 53 milljarðar.