Eyjamaður Marcel Zapytowski hefur leikið í pólsku úrvalsdeildinni.
Eyjamaður Marcel Zapytowski hefur leikið í pólsku úrvalsdeildinni. — Ljósmynd/Korona Kielce
ÍBV, sem er nýliði í í Bestu deild karla í knattspyrnu í ár, hefur fengið til liðs við sig pólska markvörðinn Marcel Zapytowski. Hann er 24 ára og kemur frá Korona Kielce í heimalandi sínu en þar hefur hann verið varamarkvörður í vetur

ÍBV, sem er nýliði í í Bestu deild karla í knattspyrnu í ár, hefur fengið til liðs við sig pólska markvörðinn Marcel Zapytowski. Hann er 24 ára og kemur frá Korona Kielce í heimalandi sínu en þar hefur hann verið varamarkvörður í vetur. Zapytowski var tímabilið 2023-2024 í láni hjá Birkirkara á Möltu og lék þar 25 af 26 leikjum liðsins. Hann lék 14 leiki með Korona í pólsku úrvalsdeildinni tímabilið 2022-23 og spilaði áður með liðinu í B-deildinni.