Dalvík Breytingar á skipan mála í heilbrigðisþjónustu eru fram undan.
Dalvík Breytingar á skipan mála í heilbrigðisþjónustu eru fram undan. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur ákveðið að sameina heilsugæslustöð sína á Dalvík og starfsstöðvar í Fjallabyggð frá og með 1. september næstkomandi. Markmiðið er að styrkja mönnun heilbrigðisfagfólks á svæðinu og þjónustu við íbúa

Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN) hefur ákveðið að sameina heilsugæslustöð sína á Dalvík og starfsstöðvar í Fjallabyggð frá og með 1. september næstkomandi. Markmiðið er að styrkja mönnun heilbrigðisfagfólks á svæðinu og þjónustu við íbúa. Einnig er þess vænst að stærri rekstrareining auki sveigjanleika starfseminnar og efli samvinnu og miðlun þekkingar meðal starfsfólks. Reynsla er talin styðja þessi sjónarmið og sömuleiðis að með þessu verði auðveldara að taka við læknum í sérnámi í heimilislækningum.

HSN er með heilsugæslu og ódeildarskipt sjúkrahús á Siglufirði og þá er heilsugæsla á Ólafsfirði. Að Dalvík meðtalinni munu hjá sameinaðri einingu starfa rúmlega 80 manns í 50 stöðugildum sem þjónusta nærri 4.200 íbúa. sbs@mbl.is