Verk David Taylor vinnur úr óhefðbundnum hráefnum, einkum áli.
Verk David Taylor vinnur úr óhefðbundnum hráefnum, einkum áli.
Skosk-sænski hönnuðurinn og silfursmiðurinn David Taylor verður með sýningu í Hakk Gallery við Óðinsgötu 1 í tilefni af HönnunarMars. Í tilkynningu segir að Taylor hafi hlotið alþjóðlega athygli fyrir verk sín sem hann vinnur úr óhefðbundnum hráefnum, einkum áli

Skosk-sænski hönnuðurinn og silfursmiðurinn David Taylor verður með sýningu í Hakk Gallery við Óðinsgötu 1 í tilefni af HönnunarMars. Í tilkynningu segir að Taylor hafi hlotið alþjóðlega athygli fyrir verk sín sem hann vinnur úr óhefðbundnum hráefnum, einkum áli.

Sýnd verða verk sem smíðuð voru sérstaklega fyrir sýninguna sem og önnur nýleg verk, meðal annars stólar, ljós, kertastjakar og borðspegill úr áli en ál hefur verið kjarninn í efnisvali Taylors. „Með sýningunni gefst einstakt tækifæri til að kynnast listamanni í fremstu röð sem fer ótroðnar slóðir við hönnun og vinnslu verka sinna.“ Sýning Taylors, AT HAKK, verður opnuð á morgun klukkan 19 og stendur til 30. maí.