Farþegaþotur Flugumferð til og frá landinu mengar töluvert, sem bréfritari bendir á.
Farþegaþotur Flugumferð til og frá landinu mengar töluvert, sem bréfritari bendir á. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
Um átta milljónir ferðamanna fara nú um Keflavíkurflugvöll á hverju ári, sem þýðir að um 55 þúsund flugferðir eru farnar um völlinn og meðaleyðsla flugvélar er átta til tíu tonn af þotueldsneyti, sem aftur þýðir að heildarjarðefnaeldsneytisnotkun er …

Um átta milljónir ferðamanna fara nú um Keflavíkurflugvöll á hverju ári, sem þýðir að um 55 þúsund flugferðir eru farnar um völlinn og meðaleyðsla flugvélar er átta til tíu tonn af þotueldsneyti, sem aftur þýðir að heildarjarðefnaeldsneytisnotkun er um 450 þúsund tonn, sem er ekki lítið fyrir okkar 400 þúsund manna samfélag.

Fyrir utan þetta er síðan vitanlega eyðsla allra skemmtiferðaskipanna, rútanna, bílaleigubílanna, innanlandsflugs og fleira.

Er ferðaþjónustan, sem margir hafa í hávegum, að verða mesti umhverfissóði vorra tíma, auk áníðslu á vegakerfi, náttúruperlur og aðra innviði landsins.

Í fjölmiðlum er oft talað um mengandi stóriðju og að hafa þurfi hemil á henni vegna skemmandi áhrifa hennar, en stóriðjan gegnir þó þörfu hlutverki við framleiðslu. Hvaða nafn er þá yfir umhverfissóða, sem þurfa – í erindisleysu – að ráfa milli landa?

Ragna Garðarsdóttir