50 ára Theódóra ólst upp í Mosfellsbæ en býr í Skerjafirði í Reykjavík. Hún er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og starfar sem bókari hjá bókhaldsstofunni ECIT Virtus. Áhugamálin eru skíði, en Theódóra er fv. Íslandsmeistari í svigi og keppti á Ólympíuleikunum í Nagano 1998 í svigi og stórsvigi.
Fjölskylda Eiginmaður Theódóru er Arnór Þorkell Gunnarsson, f. 25.4. 1971, hann er smiður og starfar sem verkstjóri hjá Sorpu í Álfsnesi. Synir þeirra eru Aron Bjarni, f. 25.3. 2006, og Arnór Alex, f. 27.11. 2008. Foreldrar Theódóru voru Ruth Guðjónsdóttir, f. 15.7. 1940, d. 15.4. 2022, bankaritari, og Bjarni Th. Mathiesen, f. 12.1. 1940, d. 9.3. 2022, rafvirki og vann lengst af hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu.