Byggðastofnun hefur með aðferðafræði sinni við ákvörðun gjaldskrár Íslandspósts fest niðurgreiðslur til handa Póstinum í sessi. Með því og fleiri yfirsjónum hefur Byggðastofnun vanrækt lögbundið eftirlitshlutverk sitt með starfsemi Póstsins.
Þetta kemur fram í erindi sem Félag atvinnurekenda hefur sent innviðaráðuneytinu og fleiri aðilum í stjórnkerfinu.
Að mati félagsins hefur komið í ljós hversu misráðið það var að færa eftirlit með póstþjónustu frá Póst- og fjarskiptastofnun til Byggðastofnunar, samhliða því sem Byggðastofnun eigi að framkvæma byggðastefnu stjórnvalda.
Pósturinn hafi fengið milljarða úr ríkissjóði frá árinu 2020. » 10