Pierce Brosnan og Helen Mirren leika glæpahjón í MobLand.
Pierce Brosnan og Helen Mirren leika glæpahjón í MobLand. — AFP/Henry Nicholls
Glæpir Sjónvarp Símans Premium hefur hafið sýningar á nýjum breskum glæpamyndaflokki, MobLand eftir Ronan Bennett. Hermt er af Harrigan-fjölskyldunni sem hefur sterk ítök í undirheimum Lundúnaborgar

Glæpir Sjónvarp Símans Premium hefur hafið sýningar á nýjum breskum glæpamyndaflokki, MobLand eftir Ronan Bennett. Hermt er af Harrigan-fjölskyldunni sem hefur sterk ítök í undirheimum Lundúnaborgar. Helen Mirren og Pierce Brosnan leika ættforeldrana og Tom Hardy fer með hlutverk gaursins sem vinnur við almennar reddingar á bak við tjöldin. Guy Ritchie leikstýrir einhverjum þáttum.