Mikið finnst manni dúfum hafa fækkað, a.m.k. heyrir maður nú sjaldnar einkennishljóð þeirra, kurr í hvorugkyni. Kurr í karlkyni hefur hins vegar farið mjög vaxandi og finnst manni þetta ill skipti

Mikið finnst manni dúfum hafa fækkað, a.m.k. heyrir maður nú sjaldnar einkennishljóð þeirra, kurr í hvorugkyni. Kurr í karlkyni hefur hins vegar farið mjög vaxandi og finnst manni þetta ill skipti. kurr er hljóð sem lýsir óánægju, mögl eða urgur; eitt samheitið er nöldur. „Það er mikill kurr í fólki eftir vaxtahækkunina.“