Sveinn Helgason hefur verið ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs hjá Samorku, með starfsstöð í Brussel og Reykjavík. Þessi nýja staða er liður í að efla enn frekar samstarf Samorku við erlend systursamtök, vöktun á þróun Evrópureglna, hagsmunagæslu og upplýsingamiðlun á þessu sviði
Sveinn Helgason hefur verið ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs hjá Samorku, með starfsstöð í Brussel og Reykjavík. Þessi nýja staða er liður í að efla enn frekar samstarf Samorku við erlend systursamtök, vöktun á þróun Evrópureglna, hagsmunagæslu og upplýsingamiðlun á þessu sviði. Starfsumhverfi íslenskra orku- og veitufyrirtækja er að stórum hluta frá ESB og þróun þar þarf að vakta vel.
Sveinn var lengi fréttamaður hjá RÚV en undanfarin ár hefur hann starfað við upplýsingamiðlun hjá NATO í Brussel.