Hanna Katrín Friðriksson
Hanna Katrín Friðriksson
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Á annars ágætum fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær fóru ráðherra greinarinnar og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna ekki leynt með að ríkisstjórnin hygðist hvergi láta sér bregða þó að óvissa hefði aukist um viðskiptaumhverfið, ekki síst eftir tolla á íslenskar afurðir í Bandaríkjunum

Á annars ágætum fundi Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í gær fóru ráðherra greinarinnar og aðrir fulltrúar stjórnarflokkanna ekki leynt með að ríkisstjórnin hygðist hvergi láta sér bregða þó að óvissa hefði aukist um viðskiptaumhverfið, ekki síst eftir tolla á íslenskar afurðir í Bandaríkjunum.

Áfram skyldi halda með tvöföldun landsbyggðarskattsins, sem stjórnarliðar eru að vísu ekki alveg vissir um hvort þeir eigi að kalla skatt, gjald eða jafnvel leiðréttingu!

Engir útreikningar liggja fyrir um áhrifin á greinina eða byggðir landsins, en það er talið boðlegt af því að þingið á eftir að ræða málið. Ríkisstjórnin telur það sem sagt ekki í sínum verkahring að undirbúa mál áður en þau eru lögð fram sem stjórnarfrumvörp.

Þetta er nýlunda og út af fyrir sig má segja að stjórnin hafi lofað breytingum, en landsmenn vissu ekki að ný vinnubrögð fælu í sér fúsk, flumbrugang og ábyrgðarleysi.

Þeir vissu ekki heldur að boðið yrði upp á að miða ætti við „markaðsverð“ frá niðurgreiddum fiskmarkaði í Noregi, þar sem ekki aðeins er ríkisákvörðun um lágmarksverð heldur verðmyndun sem byggist á margs konar og miklum niðurgreiðslum til greinarinnar.