Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélags Íslands.
Flóki Ásgeirsson, lögmaður Blaðamannafélags Íslands.
Alþingi hefur ríkar heimildir til þess að setja á laggirnar rannsóknarnefndir. Þetta segir Flóki Ásgeirsson lögmaður Blaðamannafélagsins. Hann er gestur Spursmála og ræðir þar hið svokallaða byrlunarmál og hvort þingið sé bært til þess að efna til rannsóknarnefndar um aðkomu Ríkisútvarpsins að því

Alþingi hefur ríkar heimildir til þess að setja á laggirnar rannsóknarnefndir. Þetta segir Flóki Ásgeirsson lögmaður Blaðamannafélagsins. Hann er gestur Spursmála og ræðir þar hið svokallaða byrlunarmál og hvort þingið sé bært til þess að efna til rannsóknarnefndar um aðkomu Ríkisútvarpsins að því.

Þar ræðir meðal annars um þá fullyrðingu eiginkonu Páls Steingrímssonar að hún hafi afhent starfsmönnum RÚV síma hans og þeir síðan fleytt upplýsingum úr símanum áfram til Heimildarinnar og Kjarnans.

Hún afhendir fjölmiðlamönnum á Ríkisútvarpinu síma eiginmannsins þáverandi.

„Akkúrat. Og að því marki. Það er atvik sem hefur ekki verið slegið föstu með neinum dómi. Það sem meira máli skiptir er að það er ekki það sem blaðamennirnir sjálfir hafa lagt til grundvallar. Þeir hafa ekki byggt á því að þeirra heimildarmaður hafi stigið fram. Væri svo hins vegar að heimildarmaður blaðamanns hefði stigið fram þá breytir það auðvitað stöðu heimildarmannaverndarinnar. Það er hins vegar ekki staðan í þessu máli.“

Geta blaðamenn verið heimildarmenn blaðamanna? Geta menn búið til slíka fléttu og lokað þannig á rás atburðanna?

„Það er ekkert því til fyrirstöðu að blaðamenn geti verið heimildarmenn annarra blaðamanna en það breytir engu um stöðu heimildarmanns hvort hann sé blaðamaður, lögmaður, borgari eða prestur. Það hefur enga þýðingu fyrir blaðamannaverndina sem slíka. Hun ræðst bara af þvi hvort þarna sé raunverulega um heimild að ræða, upplýsingar sem geti fallið undir þessa vernd og það skiptir líka miklu máli að heimildarmannaverndin og heimildarmenn eru ekki bara frumheimild. Þeir eru oft milliliðir í langri keðju og sjaldnast er það staðan að heimildarmaður sé sá sem aflaði upplýsinganna upphaflega og það getur farið í gegnum marga hlekki […]“

Hef ég sem blaðamaður jafn mikinn rétt ef ég ætla að fleyta upplýsingum áfram. Spila þessi hlutverk saman?

„Almennt svar við almennri spurningu. Það er ekkert sem útilokar að blaðamaður sé í eitt og sama skiptið að vinna sem blaðamaður og jafnframt í stöðu heimildarmanns. Með tilliti til atvika er ekkert sem útilokar það en þú ert kannski að spyrja þig hvort það samræmist blaðamannasiðferði að blanda þessum hlutverkum saman?“

Ja, hvernig eiga menn að gera það?

„Ég myndi hugsa að almennt séð komi þessi staða ekki oft upp.“

Viðtalið er í heild aðgengilegt í Mogganum, appi Morgunblaðsins, á mbl.is og öllum helstu hlaðvarpsveitum.