Guðmunda Dýrfjörð fæddist 20. nóvember 1944. Hún lést 22. mars 2025.

Útför Guðmundu fór fram 2. apríl 2025.

Ég vil kveðja elsku yndislegu vinkonu mína, Guðmundu Dýrfjörð, með kvæði eftir Kristbjörgu, dóttur okkar Marteins.

Er kveð ég þig vina í hinsta sinn,

svo þakklát er fyrir tímann þinn.

Tár ég felli niður kinn.

Tómarúm í hjarta finn.

Tárast mín augu.

Tárast mín sál.

Af saknaðartárum er tilveran hál.

Far þú í friði.

Far þú í sátt.

Far þú þar sem þrautir ei átt.

(Kristbjörg Marteinsdóttir)

Þín vinkona,

Sigurlaug (Silla).